Description
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er samþykkt sem Article 36 stofnun af European Food Safetey Authority (EFSA). Einungis stofnanir sem eru með viðamikinn vísindalegan þekkingargrunn á sviði matvælaöryggis og áhættumats ásamt því að vera faglega sjálfstæðar og stunda rannsóknir sem tengjast matvælaöryggi eiga möguleika á að verða samþykktar sem Article 36 stofnun. Slík viðurkenning er gæðastimpill á þekkingu og færni starfsmanna Tilraunastöðvarinnar.
Awarded date | Nov 2019 |
---|---|
Degree of recognition | International |
Granting Organisations | European Food Safety Authority |