Media contributions
1Media contributions
Title Segja starfsemi á Keldum víkjandi - Tilraunastöð HÍ á Keldum fær ekki að byggja við nema undirgangast kvöð um að viðkomandi bygging verði fjarlægð þegar borgin krefst - Stöðin í gíslingu vegna fyrirhugaðrar sölu lands hennar. Degree of recognition National Media name/outlet Morgunblaðið Media type Other Country/Territory Iceland Date 11/05/21 Description „Okkur er brugðið. Við höfum alltaf litið svo á að við gætum byggt okkur upp á Keldum,“ segir Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirspurn um leyfi til að byggja við fiskahús á Keld um kom fram að ekki væru gerðar athugasemdir við umsóknina en í ljósi framtíðaruppbyggingar væri starfsemin „víkjandi“ og fjarlægja þyrfti bygginguna þegar borgin krefðist þess. Sigurður segir að svo virðist af þessari umsögn að borgin líti svo á að öll starfsemi tilraunastöðvarinnar þurfi að víkja fyrir nýrri byggð. Það væri ekki í samræmi við fyrri upplýsingar. „Gert er ráð fyrir blandaðri byggð hérna. Við höfum túlkað það þannig að við gætum verið hér áfram og þyrftum ekki að víkja út af væntanlegu skipulagi,“ segir Sigurður. Bendir hann á að erfitt geti verið að fá fjárveitingar fyrir nauðsynlegri endurnýjun og uppbyggingu með slíkum kvöðum á byggingunum. Tilraunastöð HÍ að Keldum er leiðandi rannsóknarstofnun í dýrasjúkdómum. Hún var stofnsett árið 1948 og hefur því verið á ríkisjörðinni Keldum í 73 ár. Uppbygging hennar var kostuð að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af hinum bandaríska Rockefeller-sjóði. Sigurður bendir á að stofnunin sé með sjálfstæðan fjárhag og hafi keypt viðbótarland fyrir sjálfsaflafé. Grafarvogur var byggður á níunda áratugnum úr landi Tilraunastöðvarinnar. Þá var viðurkennt með bréfi þáverandi menntamálaráðherra að stofnunin hefði umsjón með því landi sem eftir var. Það virðist ekki hafa verið virt því að í rúm 20 ár hefur verið heimild í fjárlögum um sölu Keldnalands. „Síðan þá höfum við verið í gíslingu. Mikil þörf er á uppbyggingu og endurnýjun húsnæðis og búnaðar en við lendum alltaf í vandræðum vegna fyrirhugaðrar sölu landsins,“ segir Sigurður. Nú síðast vegna stækkunar fiskahúss, eins og fyrr segir, þar sem stundaðar eru rannsóknir á fisksjúkdómum, í sameindalíffræði, veirufræði og ónæmisfræði í hestum. Málið komst á enn alvarlegra stig, út frá hagsmunum Tilraunastöðvarinnar, þegar stofnað var opinbert hlutafélag um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlína er hluti af, og til þess átti að renna söluandvirði lands. Kom síðar í ljós að söluandvirði Keldnalands myndi renna óskipt inn í þetta félag. „Þetta er þvert á þá stefnu sem hefur verið ríkjandi og var endurnýjuð fyrir tveimur árum. Hún miðaðist við að stofnunin yrði hér áfram, að við yrðum höfð með í ráðum um framtíðarþróun landsins og að söluandvirði lands færi til uppbyggingar starfseminnar og til vísindastarfs,“ segir Sigurður. Hann segir að leitað hafi verið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að aðstoða Tilraunastöðina við að vinna úr þessum málum. Producer/Author Helgi Bjarnason URL https://timarit.is/files/47778702 Persons Sigurður Ingvarsson, Helgi Bjarnason