Media contributions
1Media contributions
Title Nýr forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands Degree of recognition National Media name/outlet Morgunblaðið Media type Other Country/Territory Iceland Date 15/11/01 Description Sigurður Ingvarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Á Tilraunastöðinni fara fram grunn-, hagnýtar og þjónusturannsóknir á dýrasjúkdómum. Sigurður lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1979, viðbótarnámi (BS 120) árið 1980 og prófi í kennslufræði 1981, einnig frá Háskóla Íslands. Á árunum 1981–1984 starfaði hann við krabbameinsrannsóknir á frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði á Landspítala. Hann stundaði framhaldsnám í sameinda- og krabbameinslíffræði við krabbameinslíffræðideild Karolinska Institutet í Stokkhólmi árin 1984–1989 og lauk þaðan doktorsprófi (dr. med. sc.) árið 1989. Hann vann síðan að rannsóknum við sameindalíffræðideild sömu stofnunar 1989–1991. Rannsóknir hans í Svíþjóð beindust að krabbameinsgenum og hvernig örvun þeirra leiðir til æxlismyndunar. Árin 1991–1995 starfaði Sigurður sem sérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands á frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og á sömu deild sem starfsmaður Landspítalans frá 1995. Frá því að hann kom til Íslands hefur hann unnið að rannsóknum á sameindalíffræði og erfðafræði krabbameina í mönnum, einkum brjósta- og ristilkrabbameins. Hann varð dósent við læknadeild Háskóla Íslands árið 1998, en hafði áður verið stundakennari við líffræðiskor í nokkur ár. Sigurður er kvæntur Þórunni M. Lárusdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á líknardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, og eiga þau þrjú börn; Lárus, Tinnu og Val. URL https://timarit.is/files/41686944 Persons Sigurður Ingvarsson