Hvaða máli skiptir menntun?

Press/Media

Description

Hvaða máli skiptir menntun?

Forseti Menntavísindasviðs skrifar grein sem er hluti af átaki um vitundarvakningu um menntun og mikilvægi kennara.

Birt í Kjarnanum

Subject

Þessi spurn­ing virð­ist fremur fánýt og ef til vill óþörf. Hver myndi halda því fram að menntun skipti litlu sem engu máli? Við þurfum ekki nema að huga að eigin lífs­ferli til að átta okkur á þeim áhrifum sem kenn­arar og mennta­stofn­anir hafa haft á líf okk­ar. Á hverjum virkum degi allan árs­ins hring ganga börn á Íslandi í leik­skóla,  180 daga árs­ins sækja 6-16 ára börn á Íslandi grunn­skóla, og all­flest ung­menni á Íslandi inn­rit­ast á ein­hverjum tíma­punkti í fram­halds­skóla, þó ekki ljúki þau öll námi. Það virð­ist svo aug­ljóst að menntun skipti máli, að við gefum okkur sjaldan tíma til að spyrja hvaða máli skiptir mennt­un? Þó er mik­il­vægt að velta þess­ari spurn­ingu fyrir sér, því hún knýr á um að við veltum fyrir okkur mark­miði og til­gangi mennt­un­ar.

Period27 Apr 2019

Media contributions

1

Media contributions