Description

Chen Huiping, kínverskur læknir sem búsettur hefur verið hér á landi við nám og störf frá árinu 1996, varði í gær doktorsritgerð við læknadeild Háskóla Íslands. Að sögn Sigurðar Ingvarssonar, líffræðings og leiðbeinanda Chens, er hann fyrsti Asíubúinn sem ver doktorsritgerð hér á landi. Chen hefur starfað við Tilraunastöðina í meinafræðum á Keldum frá því síðla árs 2002 og mun vinna þar áfram að rannsóknarverkefnum. Hann kom upphaflega til landsins í atvinnuleit og starfaði m.a. við rannsóknir á frumulíffræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss. Að sögn Sigurðar hafði Chen dvalið hér á landi í tæp þrjú ár þegar hann ákvað að nýta vinnu sína og efnivið í doktorsritgerð. Doktorsritgerðin fjallar um galla í erfðaefni brjósta- og magakrabbameins. Sigurður segir það í raun engin nýmæli að vísindamenn í ólíkum löndum starfi náið saman þótt vissulega séu það nýmæli að kínverskur læknir velji að verja doktorsritgerð sína hér á landi.

Subject

Chen Huiping, kínverskur læknir sem búsettur hefur verið hér á landi við nám og störf frá árinu 1996, varði í gær doktorsritgerð við læknadeild Háskóla Íslands. Að sögn Sigurðar Ingvarssonar, líffræðings og leiðbeinanda Chens, er hann fyrsti Asíubúinn sem ver doktorsritgerð hér á landi. Chen hefur starfað við Tilraunastöðina í meinafræðum á Keldum frá því síðla árs 2002 og mun vinna þar áfram að rannsóknarverkefnum. Hann kom upphaflega til landsins í atvinnuleit og starfaði m.a. við rannsóknir á frumulíffræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss. Að sögn Sigurðar hafði Chen dvalið hér á landi í tæp þrjú ár þegar hann ákvað að nýta vinnu sína og efnivið í doktorsritgerð. Doktorsritgerðin fjallar um galla í erfðaefni brjósta- og magakrabbameins. Sigurður segir það í raun engin nýmæli að vísindamenn í ólíkum löndum starfi náið saman þótt vissulega séu það nýmæli að kínverskur læknir velji að verja doktorsritgerð sína hér á landi.

Period11 Mar 2003

Media contributions

1

Media contributions

  • TitleFyrsti Asíubúinn sem ver doktorsritgerð við HÍ
    Degree of recognitionNational
    Media name/outletMorgunblaðið
    Media typeOther
    Country/TerritoryIceland
    Date11/03/03
    DescriptionChen Huiping, kínverskur læknir sem búsettur hefur verið hér á landi við nám og störf frá árinu 1996, varði í gær doktorsritgerð við læknadeild Háskóla Íslands. Að sögn Sigurðar Ingvarssonar, líffræðings og leiðbeinanda Chens, er hann fyrsti Asíubúinn sem ver doktorsritgerð hér á landi. Chen hefur starfað við Tilraunastöðina í meinafræðum á Keldum frá því síðla árs 2002 og mun vinna þar áfram að rannsóknarverkefnum. Hann kom upphaflega til landsins í atvinnuleit og starfaði m.a. við rannsóknir á frumulíffræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss. Að sögn Sigurðar hafði Chen dvalið hér á landi í tæp þrjú ár þegar hann ákvað að nýta vinnu sína og efnivið í doktorsritgerð. Doktorsritgerðin fjallar um galla í erfðaefni brjósta- og magakrabbameins. Sigurður segir það í raun engin nýmæli að vísindamenn í ólíkum löndum starfi náið saman þótt vissulega séu það nýmæli að kínverskur læknir velji að verja doktorsritgerð sína hér á landi.
    URLhttps://timarit.is/files/41860999
    PersonsSigurður Ingvarsson, Huiping Chen