2020 - Ár menntunar

Press/Media

Description

2020 - Ár menntunar

Birtist í Fréttablaðinu

Subject

Nú við upphaf þriðja áratugar 21. aldar búum við í alþjóðlegum menningarheimi sem er undir miklum áhrifum tæknivæðingar, samfélagsmiðla og annarra áhrifaþátta samtímans. En þessi alþjóðlegi heimur er þó að ýmsu leyti sundraður, sé litið til þeirra ólíku efnahagslegu og stjórnmálalegu afla sem togast á og setja ríkan svip á samtímann. Í slíkum heimi felast bæði ótrúleg tækifæri til aukinnar velferðar allra, en einnig hættur sem felast í öfgakenndum skoðunum, falsfréttum og yfirborðsmennsku. Þá kallar móðir jörð á aukna umhyggju og vernd, ákall sem við verðum öll að standa saman um að svara. Það bíða okkar flókin verkefni á árinu 2020 og við verðum að treysta grunnstoðirnar, menntakerfið, svo unga fólkið gangi öflugt til verks. Skilvirkt menntakerfi, framsæknir skólar á öllum skólastigum og vandaðar og frjóar rannsóknir skipta sköpum til að treysta innviði samfélagsins og stuðla að samfélagslegri þróun.

Period10 Jan 2020

Media contributions

1

Media contributions