Límónutréð fór í bíltúr upp á Akranes og heimsótti leikskólann Akrasel. Þar hittum við Anneyju Ágústdóttur og Sigurrósu Ingimarsdóttur sem sögðu okkur frá helstu áherslum leikskólans og spennandi Erasmus+ verkefni sem er að fara í gang. Verkefnið heitir Wonders of Waste og það er hægt að fylgjast með því á Facebook.