Veiting heiðursdoktorsnafnbótar við Læknadeild Háskóla Íslands: Margrét Guðnadóttir

Activity: Participating in or organising an eventOrganising a conference, workshop, ...

Description

Þann 10. nóvember 2011, á aldarafmæli Háskóla Íslands, var Margrét Guðnadóttir, prófessor emeritus sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Læknadeild skólans fyrir vísindaframlag á sviði veirufræði og greiningu veirusýkinga. Með rannsóknum sínum hefur hún um áratugaskeið lagt af mörkum mikla þekkingu á fjölmörgum veirusýkingum, m.a. rauðum hundum, mislingum, hettusótt, og cytomegaloveirusýkingum. Þá hafa rannsóknir hennar á hæggengum veirusjúkdómum í sauðfé, eðli visnu-mæðiveikisýkinga skipað Margréti í röð fremstu vísindamanna og borið merki Háskóla Íslands hátt í hinum alþjóðlega vísindaheimi.
Period10 Nov 2011
Event typeOther
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational