Vísindadagur á Keldum 2004

  • Ingvarsson, S. (Organiser)
  • Karl Skírnisson (Organiser)
  • Sigríður Guðmundsdóttir (Organiser)
  • Stefanía Þorgeirsdóttir (Organiser)

Activity: Participating in or organising an eventOrganising a conference, workshop, ...

Description

Meginviðfangsefni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eru rannsóknir á sjúkdómum, einkum í dýrum. Helstu rannsóknasviðin eru ónæmis- og sjúkdómafræði fiska, hæggengir smitsjúkdómar, ofnæmisjúkdómar, bóluefni, sníkjudýra- og sýklafræði og líftækni. Fyrir tveimur árum var haldin eins dags ráðstefna þar sem fjallað var um vísindastarf á Keldum og gestafyrirlesarar voru með framlag. Ráðstefnan þótti takast vel. Því var ákveðið að halda svipaða ráðstefnu að tveimur árum liðnum og skoða grundvöll þess að hafa vísindadag reglulega. Heppileg tímasetning er að halda slíkan vísindadag þau ár sem ráðstefnur um rannsóknir í læknadeild eru ekki, en þær ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár. Deildir og stofnanir Háskóla Íslands kynna rannsóknir sínar í stöðugt ríkara mæli með svipuðu formi, má t.d. nefna Raunvísindaþing sem haldið var fyrr í mánuðinum. Nú er komið að því að halda Vísindadag á Keldum í annað sinn. Markmiðið er fyrst og fremst að kynna þær rannsóknir og fræðastörf sem fara fram á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og hjá samstarfsaðilum. Viðfangsefnin á vísindadeginum endurspegla þau fjölbreyttu fræðasvið og þann efnivið sem unnið er með. Vísindadagurinn er sameiginlegur vettvangur fyrir starfsfólk á Keldum, þ.m.t. rannsóknanámsnema. Auk þess er leitast við að kynna íslensku vísindasamfélagi stöðu rannsókna á Keldum og allir áhugasamir fá tækifæri til að fræðast um nýjungar á fræðasviðum Tilraunastöðvarinnar. Rannsóknir eru kynntar með tuttugu fyrirlestrum og á tuttugu veggspjöldum. Þar af eru þrír yfirlitsfyrirlestrar; Ástríður Pálsdóttir fjallar um riðu, Sigríður Björnsdóttir um mein í beinum landnámshesta og Ólafur S. Andrésson um nýjungar í sameindalíffræði. Sókn rannsóknanámsnemenda í verkefni á Tilraunastöðinni hefur farið vaxandi og ellefu þeirra eru kynnt á vísindadeginum. Ég vil þakka Helga S. Helgasyni, Karli Skírnissyni, Sigríði Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgeirsdóttur fyrir þá undirbúnings- og skipulagsvinnu sem gerir ráðstefnuna mögulega. Ég er þakklátur Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir stuðning við vísindadaginn. Fyrirtæki sem styðja ráðstefnuna fjárhagslega eiga einnig þakkir skilið. Sömuleiðis vil ég þakka þeim sem kynna verkefni í formi fyrirlestra og veggpjalda, fundarstjórum, þeim sem sjá um matar- og kaffiveitingar og öðrum sem að undirbúningi komu, fyrir þeirra framlag. Ég vona að þátttakendur hafi gagn og gaman af vísindadeginum. Vísindastarfsemin verður kynnt með svipuðu sniði í framtíðinni og stefnt skal að því að gera það með reglulegu millibili eða á tveggja ára fresti. Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður.
Period30 Apr 2004
Event typeConference
Conference number2
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational