Upplifun nýráðinna lektora við Háskóla Íslands af stuðningi við kennslu og rannsóknir

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Þegar nýir lektorar hefja starf við Háskóla Íslands (HÍ), þurfa þeir mismunandi upplýsingar og stuðning til þess að geta gegnt starfi sínu af fagmennsku og alúð. Háskólinn er flókið vinnuumhverfi og lektorastarf er margslungið, en starfslýsing gerir kröfur um rannsóknir, kennslu og stjórnun. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun nýráðinna lektora við HÍ af stuðningi við rannsóknir og kennslu. Það var gert með aðferðafræði starfendarannsókna. Gögnin voru dagbókarfærslur höfundar á skólaárinu 2022-2023, rýnihópaviðtöl við nýráðna lektora frá hverju fræðasviði, ásamt skriflegri upplifun rannsóknarvinar, en þemagreining var notuð til að greina gögnin. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að stuðningurinn er til staðar en nýráðnir lektorar verða oft að hafa frumkvæði til að sækja hann. Lektorar sem eru nýfluttir frá útlöndum og þeir sem hafa áður ekki verið í öðrum störfum við HÍ þurfa betri stuðning í upphafi. Lektorarnir þurfa einnig stuðning til lengri tíma til að finna jafnvægi á milli einstakra þátta starfsins og til að finna sinn takt í starfinu. Handbók fyrir nýráðna lektora og aðgangur að reynslumeiri mentor þarf að tryggja á öllum fræðasviðum. Heildstæður rammi fyrir þróun í starfi, ‏‏þ.e.a.s. í rannsóknum, kennslu, stjórnun og þjónustu eftir fyrirmynd Victoria háskóla í Nýja Sjálandi væri verulegur stuðningur til framtíðar. HÍ þarf að halda vel utan um starfsfólkið sitt, og ekki síður nýráðna lektora, því þeir bera þungann af kennslu og verða að fóta sig í rannsóknum fyrstu árin. Það er í þágu HÍ að hlúa vel að nýráðnu akademísku starfsfólki ef HÍ vill vera á fararbroddi háskóla á heimsvísu.
Period29 Sept 2023
Event titleMenntakvika 2023: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
Conference number2023
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational