Tilfinningar, gróteska og trúarlærdómur í íslenskum miðaldasögum

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Í íslenskum miðaldabókmenntum má á köflum finna gróteskar lýsingar á líkamlegri tjáningu tilfinninga sem fela í sér ýmsa vessa streyma fram af krafti, líkama sem bólgna upp og springa, og fólk sem grætur hagli, svo dæmi séu nefnd. Fræðimenn hafa fært rök fyrir því að myndmál sem þetta endurspegli að hluta lærðar hugmyndir um líkama og tilfinningar sem bárust til Íslands með trúarlærdómi og kirkjuritum. Í þessu erindi verða hins vegar færð rök fyrir því að rætur þessa myndmáls séu bæði flóknari og dýpri, ásamt því að dæmi úr bókmenntunum verða reifuð með hliðsjón af myndmáli dróttkvæða og kenningum hugrænna málvísinda.
Period11 Mar 2023
Event titleHugvísindaþing 2023
Event typeConference
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational