Description
Markmið þessara erindis er að greina helstu breytingar sem gerðar voru með lögum vorið 2024 á Viðmiðum um æðri menntun og prófgráður fyrir háskóla á Íslandi og setja þær í samhengi við tækifæri og áskoranir sem námsframboð í deild Hjúkrunar- og ljósmóðurfræða við HÍ stendur frammi fyrir.Með nýju lögunum er lögð meiri áhersla á að námsframboð háskóla sé sniðið að hæfniramma evrópska háskólasvæðisins (QF-EHEA) þar sem tilgangurinn er þríþættur: að námsframboðið sé sniðið eftir sameiginlegum evrópskum gæðaviðmiðum fyrir háskóla, að veita gagnkvæma viðurkenningu námsgráða og náms milli aðildalandanna og skipuleggja nám við háskóla í þriggja þrepa námsgráðum í staðlaðri lengd (oftast 3+2+3 námsár).
Með nýju lögunum verður íslenskum háskólum ekki lengur heimilt að bjóða diplómunám á grunn- eða framhaldssstigi undir 60 ECTS. Hins vegar er í lögunum skilgreint svokallað örnám (e. micro-credentials) sem felur í sér staðlaðar námseiningar (ECTS) og lýtur öllum gæðakröfum sem gerðar eru til náms á háskólastigi.
Grunnnám í hjúkrunarfræði er í dag fjögur ár á Íslandi og uppfyllir námið evrópska gæðastaðla mjög vel. Tengdar meistaranámsleiðir í HÍ eru t.d. í ljósmóðurfræði, geðhjúkrun og heilbrigðisvísindum, allt 120 eininga meistaragráður. Þá hafa í HÍ verið í boði diplómur á framhaldsstigi ýmist 30 eða 80 einingar á nokkrum sérsviðum.
Rætt verður hvaða áhrif ný lög um Viðmið um æðri menntun og prófgráður gætu haft á námsframboð í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Ljóst þykir að námskráin þarfnist endurskoðunar, sérstaklega með hliðsjón af tækifærum örnáms sem fela í sér sóknarfæri í sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga sem starfa í sífellt flóknari vettvangi.
Period | 26 Sept 2024 |
---|---|
Event title | Menntakvika 2024: Ráðstefna í menntavísindum |
Event type | Conference |
Location | Reykjavík, IcelandShow on map |
Degree of Recognition | National |