Stjórnunarhættir ört að nálgast það ástand sem var fyrir bankahrunið. Kjarninn Fréttaskýring 4. janúar 2020

Activity: OtherEducational material

Description

Fyrst eftir banka­hrunið breytt­ust stjórn­un­ar­hættir í íslensku við­skipta­lífi. Ótt­inn við að gera mis­tök varð alls­ráð­andi og um tíma dró úr áhættu­sækni stjórn­enda. Um ára­tug síðar eru hlut­irnir hins vegar ört að nálg­ast það ástand sem áður var. Íslenskt við­skipta­líf stefnir í svipað horf þótt að „bægsla­gang­inum sé þó núna að mestu haldið bak við tjöld­in“.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein Ástu Dísar Óla­dóttur og Gylfa Magn­ús­sonar sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál og ber heit­ið: „Var Adam ekki lengi í hel­víti? Hafa stjórn­un­ar­hættir á Íslandi breyst eftir hrunið 2008?“

Greinin byggir á rann­sókn höf­unda sem náði til 42 stjórn­enda, 31 karla og ell­efu kvenna, á lista yfir 300 stærstu fyr­ir­tæki lands­ins. Voru þeir meðal ann­ars spurðir hvort stjórn­un­ar­að­ferðir þeirra hefðu eitt­hvað breyst eftir hrunið 2008.
Góð­ærið
Í grein­inni er rakið að fjár­fest­ingar íslenskra fyr­ir­tækja fyrir hrunið í októ­ber 2008 hafi verið það umfangs­miklar að Ísland leiddi World Invest­ment Report list­ann ár eftir ár, allt fram til árs­ins 2008. „Ís­lenskir fjár­festar og stjórn­endur fjár­festu mikið og iðu­lega í stærri fyr­ir­tækjum en þeim sem þeir störf­uðu fyrir eða áttu. Með vilj­ann að vopni og nægan aðgang að fjár­magni voru tæki­færin á hverju strái. Umsvif íslenskra fjár­festa erlendis vöktu athygli í fjár­mála­geir­anum og í fjöl­miðl­um, sér­stak­lega í Dan­mörku og á Bret­landi. Tíma­bilið í aðdrag­anda hruns var iðu­lega kallað góð­ær­ið. Það ein­kennd­ist m.a. af mjög örum hag­vexti, mik­illi lán­töku bæði fyr­ir­tækja og heim­ila og eigna­verðs­bólu sem birt­ist bæði á fast­eigna­mark­aði og þó sér­stak­lega hluta­bréfa­mark­aði....
Period4 Jan 2020