Stjórnunarhættir í heildstæðum grunnskóla: Þriggja landa sýn

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Um er að ræða samstarfsverkefni þriggja háskóla og þriggja grunnskóla í Wales í UK, á Spáni og Íslandi. Rannsókninni er bæði ætlað að auka skilning á starfsháttum heildstæðra skóla (1.–10. bekk) og að styrkja þann þekkingargrunn sem þegar er til um kennsluhætti og stjórnun slíkra skólagerða. Markmiðið er að varpa ljósi á möguleg tengsl stjórnunar- og kennsluhátta á líðan nemenda í löndunum þremur. En niðurstöður nokkurra rannsókna hafa sýnt fram á að skipulag heildstæðra skóla hafi jákvæð áhrif á líðan og nám nemenda. Rannsóknin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta var lagður fyrir spurningalisti fyrir nemendur í 7. bekk í einum skóla í hverju landi um líðan þeirra. Í öðrum hluta voru tekin viðtöl við 12 skólastjórnendur[A1] , bæði í heildstæðum grunnskólum og í skólum af annarri gerð, í löndunum þremur og í þeim þriðja voru gerðar vettvangsathuganir og tekin rýnihópaviðtöl við kennara. Í þessari málstofu verður sjónum einkum beint að stjórnunarháttum. Niðurstöður benda til að þrátt fyrir að stjórnskipulag og skipurit skólanna sé mismunandi í löndunum þremur þá virðast áskoranir skólastjóranna til að tryggja velferð og framfarir nemenda ekki vera frábrugðnar á milli landa. Skólastjórar kalla eftir formlegum vettvangi þar sem þeir geta leitað eftir faglegum stuðningi og fræðslu og deilt hagnýtum ráðum sín á milli um það hvernig dreifa megi forystu og efla samstarf, óháð því hvort þeir starfa við heildstæða skóla eða skóla með einu eða tveimur skólastigum.
Period7 Oct 2022
Event titleMenntakvika 2022: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational