Stafrófslögmálið; Hvernig má koma í veg fyrir að börn ljúki 1.bekk án nægrar grunnþekkingar?

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Skilningur á lögmáli stafrófsins (alphabetic principle) er að kunna bókstafina og viðeigandi hljóð þeirra. Þessi þekking er nauðsynlegur grunnur umskráningarfærni og hefur þannig áhrif á framtíðar lestrarfærni og möguleika á lesskilningi.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar Samvinna um læsi fyrir alla skortir mörg börn fullnægjandi þekkingu á bókstafshljóðum í íslenskum grunnskólum eftir 1.bekk, sérstaklega börn með íslensku sem annað tungumál og þau sem eru í áhættu fyrir lestrarvanda. Könnun sem náði til grunnskóla í öllum landsfjórðungum leiddi í ljós að þekking á hljóðum bókstafa er helst mæld við upphaf skólagöngu en skortur er á að fylgst sé reglulega með þróun og framvindu nemenda í lestrarnáminu. Þessar niðurstöður gefa til kynna að efla þurfi bæði kennslu og mat á hljóðum bókstafa í 1. bekk, ef koma á í veg fyrir langvarandi lestrarvanda hjá tiltölulega stórum hópi barna.

Í erindinu verða niðurstöðurnar settar í samhengi við erlendar rannsóknir á hvaða aðferðir eru best fallnar til að kenna og meta stafaþekkingu með árangursríkum hætti og leiðir til að yfirfæra þær í íslenska kennslu ræddar.
Period29 Sept 2023
Event titleMenntakvika 2023: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
Conference number2023
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational