Activity: Talk or presentation › Oral presentation
Description
Mikilvægt er að starfsfólki líði vel á vinnustaðnum enda verja flestir stórum hluta ævinnar þar. Vellíðan á vinnustað hefur áhrif bæði á lífsgæði starfsfólks sem og verðmætasköpun fyrirtækja og þjónustugæði stofnanna. Það eru ýmsir þættir í vinnuumhverfinu sem geta valdið vanlíðan hjá starfsfólki og er einelti og áreitni á vinnustað talin hafa neikvæð áhrif á starfsfólk og þar með starfsánægju. Félagslegur stuðningur á vinnustað er hins vegar talinn verndandi þáttur gegn neikvæðum þáttum í vinnuumhverfinu. Hjördís Sigursteinsdóttir og Fjóla Björk Karlsdóttir rannsökuðu árið 2019 tengsl félagslegs stuðnings, starfsánægju, eineltis og áreitni á vinnustað meðal starfsmanna 13 íslenskra sveitarfélaga og ætlar Fjóla að kynna niðurstöðurnar á Dokkufundi þann 6. apríl nk.