Description
Niðurstöður íslenskra og erlendra rannsókna sýna að kennarastéttin upplifi minni velfarnað en margar aðrar stéttir. Af þeim sökum er mikilvægt að hlúa vel að líðan kennara og auka líkur á að þeir upplifi velfarnað í starfi sínu. Markmiðið með rannsókninni var að skoða hverjar áherslur skólastjóra í grunnskólum eru á velfarnað kennara. Viðtöl voru tekin við átta grunnskólastjóra á höfuðborgarsvæðinu til að skoða sýn þeirra og áherslur á velfarnað kennara og sinn eigin. Til þess að ramma rannsóknina inn var PERMA velfarnaðarkenning Martin Seligmans notuð til að greina gögnin. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að skólastjórar gera ýmislegt sem snýr að velfarnaði kennara en þær áherslur falla ekki alveg að PERMA-velfarnaðarkenningunni. Þær leiðir sem farnar eru koma að einhverju leyti inn á PERMA-þættina, en þátturinn um jákvæð félagsleg tengsl kom þar sterkast fram. Önnur þemu utan PERMA-kenningarinnar voru hugmyndir stjórnenda um velfarnað, stefnumótun og stuðningur við velfarnað og ábyrgð skólasamfélagsins á velfarnað en þau skipta einnig miklu máli þegar kemur að velfarnaði. Fram kom í niðurstöðum að skólastjórar í grunnskólum standa frammi fyrir áskorunum við að mæta breyttum þörfum skólasamfélagsins sem og starfi kennara. Einn af þeim þáttum sem skipta máli í velfarnaði kennara er að auka aðgengi þeirra að handleiðslu fagaðila til að aðstoða þá við að vinna úr erfiðum málum sem blasa við þeim í starfi. PERMA kenningin virðist gefa góðan ramma til að fylgja eftir og varpa ljósi á hvaða þætti skólastjórar geta nýtt sér til hagsbóta í velfarnaði kennara sinna sem og alls skólasamfélagsins.Period | 29 Sept 2023 |
---|---|
Event title | Menntakvika 2023: Ráðstefna í menntavísindum |
Event type | Conference |
Conference number | 2023 |
Location | Reykjavík, IcelandShow on map |
Degree of Recognition | National |