Síðasta konan ráðin fyrir áratug. Viðtal við MBL 29. október 2021.

Activity: OtherEducational material

Description

Ára­tug­ur er liðinn frá því að kona var síðast ráðin inn í stól for­stjóra í skráðu fé­lagi á Íslandi, þrátt fyr­ir að stjórn­ir fyr­ir­tækja falli und­ir reglu­gerðir um kynja­kvóta. Þá eru skipt­ar skoðanir að finna meðal kvenna í leiðtoga­stöðum um hvað eigi til bragðs að taka til að jafna út þá stöðu sem við stönd­um frammi fyr­ir, að sögn Ástu Dís­ar Óla­dótt­ur, dós­ent í Viðskipta­fræðideild við Há­skóla Íslands.

Ásta og sam­starfs­fé­lag­ar henn­ar hafa staðið fyr­ir rann­sókn á kynja­hlut­falli í stjórn­un­ar­stöðum fyr­ir­tækja. Hafa niður­stöður m.a. leitt í ljós að kon­ur eigi al­mennt erfiðar upp­drátt­ar í æðstu stöður í einka­geir­an­um í sam­an­b­urði við hinn op­in­bera. Virðist sem ráðning­ar­ferlið hafi þar mikið um að segja en það er al­mennt „gegn­særra og fag­legra“ hjá hinu op­in­bera....
Period29 Oct 2021