Áratugur er liðinn frá því að kona var síðast ráðin inn í stól forstjóra í skráðu félagi á Íslandi, þrátt fyrir að stjórnir fyrirtækja falli undir reglugerðir um kynjakvóta. Þá eru skiptar skoðanir að finna meðal kvenna í leiðtogastöðum um hvað eigi til bragðs að taka til að jafna út þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir, að sögn Ástu Dísar Óladóttur, dósent í Viðskiptafræðideild við Háskóla Íslands.
Ásta og samstarfsfélagar hennar hafa staðið fyrir rannsókn á kynjahlutfalli í stjórnunarstöðum fyrirtækja. Hafa niðurstöður m.a. leitt í ljós að konur eigi almennt erfiðar uppdráttar í æðstu stöður í einkageiranum í samanburði við hinn opinbera. Virðist sem ráðningarferlið hafi þar mikið um að segja en það er almennt „gegnsærra og faglegra“ hjá hinu opinbera....