Description
Á föstudag stendur Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fyrir ráðstefnu til heiðurs tveimur fyrrverandi forstöðumönnum Tilraunastöðvarinnar; þeim Guðmundi Péturssyni veirufræðingi og Guðmundi Georgssyni meinafræðingi en þeir veittu Keldum forstöðu í samtals 33 ár: Sá fyrrnefndi í 26 ár og sá síðarnefndi í 7. Núverandi förstöðumaður er Sigurður Ingvarsson: „Á ráðstefnunni munum við fjalla sérstaklega um rannsóknir á sviði riðu og mæði-visnu veiru sem hafa verið viðfangsefni Tilraunastöðvarinnar allt frá því hún tók til starfa árið 1948. Björn Sigurðsson, fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvarnnar, var brautryðjandi í þeim rannsóknum og skilgreindi fyrstur gang hæggengra veirusjúkdóma,“ segir Sigurður frá.Period | 28 Oct 2005 |
---|---|
Event type | Conference |
Location | Reykjavík, IcelandShow on map |
Degree of Recognition | International |