Persónulegar frásagnir tvítyngdra barna á Íslandi

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Rannsóknin er hluti af alþjóðlegri rannsókn um persónulegar frásagnir 10 ára barna frá 18 mismunandi löndum. Í rannsókninni var skoðuð færni tvítyngdra barna á Íslandi til að segja persónulegar sögur. Tekin voru viðtöl við 10 börn á aldrinum 9;5 til 10;2 ára og frásagnir þeirra bornar saman við frásagnir 27 eintyngdra barna á sama aldri. Öll tvítyngdu börnin höfðu hafið grunnskólanám á Íslandi og þau voru öll fædd á Íslandi fyrir utan eitt. Foreldrar barnanna töluðu sama tungumálið heima fyrir (alls sjö mismunandi tungumál) sem var ekki íslenska. Félagslegur bakgrunnur barnanna (menntun og tekjur foreldra) í báðum hópum var svipaður. Niðurstöður sýndu að tvítyngdu börnin tjáðu sig í marktækt færri segðum, þau notuðu marktækt færri orð og orðanotkun þeirra var ekki eins fjölbreytileg eins og hjá eintyngdu börnunum. Enn fremur gerðu þau hlutfallslega fleiri málfræðivillur. Börnin í báðum hópum töluðu um að hamingjustundir fælust í samveru með fjölskyldunni, þau minntust á stríðni eða einelti þegar þau ræddu um atburði sem reitti þau til reiði og þau voru stolt af persónulegum sigrum. Tvítyngdu börnin minntust oftar á skólann sem áhyggjuefni en þau eintyngdu. Niðurstöður gefa til kynna að tvítyngd börn sem hafa alist upp á Íslandi eigi í erfiðleikum með að segja frá persónulegum atburðum í daglegu lífi á íslensku.
Period29 Sept 2023
Event titleMenntakvika 2023: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
Conference number2023
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational