Description
Föstudaginn 6. janúar 2012 fór fram doktorsvörn við Læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Valgarður Sigurðsson doktorsritgerð sína „Frumu- og sameindalíffræðileg stjórnun greinóttrar formgerðar og bandvefsumbreytingar í brjóstkirtli“ (Cellular and molecular mechanisms in breast morphogenesis and epithelial to mesenchymal transition). Andmælendur voru dr. Celeste M. Nelson, lektor, Dept. of Chemical and Biological Engineering, Princeton University, og dr. Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Umsjónarkennari var dr. Þórarinn Guðjónsson, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, og leiðbeinandi dr. Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Dr. Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og forseti Læknadeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu.Period | 6 Jan 2012 |
---|---|
Degree of Recognition | International |