Description
Fimmtudaginn 30. september 2010 fór fram doktorsvörn við Læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Benedikta Steinunn Hafliðadóttir doktorsritgerð sína „Varðveisla Mitf-gensins, hlutverk í ávaxtaflugunni og áhrif micro-RNA sameinda“ (Conservation of the Mift gene, its role in Drosophila and the effect of microRNA‘s). Andmælendur voru dr. William J. Pavan, senior investigator, National Human Genome Research Institute, National Institute of Health, Bethesda, Maryland í Bandaríkjunum og dr. Sigurður Ingvarsson, prófessor við Læknadeild og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Leiðbeinandi var dr. Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild, en auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Francesca Pignoni, dósent við Upstate Medical School, Syracuse, New York, áður við Harvard Medical School, dr. Ólafur S. Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, dr. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og dr. David Van Vactor, prófessor, Dept. of Cell Biology, Harvard Medical School. Dr. Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og forseti Læknadeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands.Period | 30 Sept 2010 |
---|---|
Degree of Recognition | International |