Markmið og gæði í starfi frístundaheimila

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Í þessu erindi verður gerð grein fyrir fyrstu niðurstöðum rannsóknar þar sem markmiðið var að fylgja eftir innleiðingu á gæðaviðmiðum um frístundaheimili og afla upplýsinga um faglegt starf, stefnumótun og áskoranir stjórnenda og starfsfólks. Viðmið um markmið og gæði starfsins á frístundaheimilum voru gefin út 2019 af Mennta – og menningarmálaráðuneytinu (nú Mennta- og barnamálaráðuneyti). Er þetta fyrsta rannsóknin sem vitað er um sem er ætlað að varpa ljósi á hvort og hvernig þessi markmið og viðmið hafa skilað sér í þróun og starf frístundaheimilanna á landsvísu.

Gögnum var safnað frá júní til september 2023 með megindlegri aðferð þar sem um var að ræða spurningakönnun sem svarað var á netinu. Könnunin var send með tölvupósti á stjórnendur í skóla- og frístundastarfi á höfuðborgarsvæði og landsbyggð, þar sem upplýsingar lágu fyrir um netföng. Stjórnendur voru jafnframt beðnir að framsenda á starfsfólk frístundaheimila og þá var hlekk á könnunina dreift gegnum fésbókarhópa.

Verið er að greina fyrstu niðurstöður sem kynntar verða í erindinu.
Period29 Sept 2023
Event titleMenntakvika 2023: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
Conference number2023
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational