Description
Íslenskt táknmál og móðurmál innflytjenda eru viðurkennd í íslenskum lagaramma og stefnumótun sem réttindi notenda sinna. Um hundrað tungumál eru notuð af börnum á Íslandi, en mun færri börn styðjast við íslenskt táknmál. Þetta erindi notar skjalagreiningu (e. document analysis) (Bowen, 2009) til þess að bera saman málréttindi þessara hópa eins og hvernig þeim er lýst í íslenskri löggjöf og stefnumótandi skjölum. Niðurstöður eru síðan settar í samhengi við hugmyndafræði skóla fyrir allra og grunnþætti menntunar. Þegar stuðst er við kenningu Krausneker (2015) um hugmyndafræði og gildi gagnvart táknmálinu og við greiningu Spolskys (2005) á tungumálastefnum, koma í ljós áhugaverðar hliðstæður en líka munur í því hvaða réttindi málhafar hafa og hvernig þau eru framkvæmd.Period | 11 Mar 2023 |
---|---|
Event title | „Enn einn fáni á vegginn“: Stefnur, hugmyndafræði og framkvæmd þeirra frá sjónarhorni foreldra sem hafa íslenskt táknmál eða erlent mál að móðurmáli |
Event type | Seminar |
Location | Reykjavík, IcelandShow on map |
Degree of Recognition | National |