Lífeyrissjóðir auki veg kvenna í stjórnunarstöðum. Viðtal við Morgunblaðið 30. Janúar 2020.

Activity: OtherEducational material

Description

Kon­ur stýra 13% fyr­ir­tækja sem hafa fleiri en 50 starfs­menn og engu fyr­ir­tæki sem skráð er í kaup­höll­ina hef­ur verið stýrt af konu frá ár­inu 2016. Þess­ar niður­stöður kalla á breyt­ing­ar og á opn­um fundi í HÍ var m.a. lagt til að stjórn­ir líf­eyr­is­sjóða gerðu kröf­ur um jafn­ara kynja­hlut­fall í eig­enda­stefnu sinni.

„Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru stærstu fjár­fest­ar á markaðnum, í skráðu fé­lög­un­um eru þeir lang­stærstu fjár­fest­arn­ir. Þeir ættu að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki og setja inn í eig­enda­stefnu sína að hlut­fall hvors kyns [í fram­kvæmda­stjóra­stöðum] yrði ekki und­ir 40%,“ seg­ir Ásta Dís Óla­dótt­ir lektor við viðskipta­fræðideild HÍ.

Fyr­ir stuttu voru kynntu þau Ásta Dís, Gylfi Dal­mann Aðal­steins­son dós­ent og Þóra H. Christian­sen aðjunkt niður­stöður rann­sókn­ar á mis­vægi kynj­anna í stjórn­un­ar­stöðum hér á landi. Öll starfa þau við viðskipta­deild Há­skóla Íslands og var fund­ur­inn á veg­um deild­ar­inn­ar. Hann sóttu m.a. Jón Atli Bene­dikts­son, rektor skól­ans, Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­setafrú­in El­iza Reid og Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Ásta Dís að von­ir hefðu staðið til að laga­setn­ing fyr­ir tíu árum, um jöfn­un kynja­hlut­falls í stjórn­um fyr­ir­tækja, myndi jafn­framt skila fleiri kon­um í stjórn­un­ar­stöður í ís­lensku at­vinnu­lífi. Komið hef­ur á dag­inn að það gerðist ekki.

Í pall­borði fund­ar­ins voru þau Magnús Harðar­son, for­stjóri Kaup­hall­ar Íslands, Þórey S. Þórðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, og Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar en Andrea Ró­berts­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri FKA stýrði fund­in­um.
Period30 Jan 2020