“Kannski hefði ég átt að spyrja um þetta”: Þörf nýráðinna lektora við Háskóla Íslands á stuðningi við kennslu

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Þegar nýir lektorar hefja starf við Háskóla Íslands, þurfa þeir mismunandi upplýsingar og stuðning til þess að geta gegnt starfi sínu af fagmennsku og alúð. Háskólinn er flókið vinnuumhverfi og lektorsstarf er margslungið. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun nýráðinna lektora á öllum fræðasviðum HÍ , og þá sérstaklega á Félags- og Menntavísindasviði, af stuðningi við kennslu. Það var gert með eigindlegri aðferðafræði. Gögnin voru einstaklingsviðtöl og rýnihópaviðtöl við tuttugu nýráðna lektora í heild. Þemagreining var notuð til að greina gögnin. Frumniðurstöður sýna að þörf sé fyrir meira utanumhald í kringum nýráðna lektora. Viðmælendur upplifa sig eina í kerfinu og jafnvel þó nýráðnir lektorar séu meðvitaðir um ýmsa stuðnings- og þjónustumöguleika þá ná þeir ekki til þeirra nema að takmörkuðu leyti og þeir kenna sjálfum sér um. Flestir viðmælendur álíta að ráðning þeirra hafi verið að mörgu leyti óvenjuleg og þess vegna grípi stuðningskerfið þá ekki. Einnig hefur það fráhrindandi áhrif að nýráðnir lektorar þurfa að mestu leyti að eiga frumkvæði að sækja sér stuðning. Vegna tímaleysis og þekkingarleysis getur það verið áskorun og því ýtt til hliðar. Niðurstöðurnar gefa ennfremur til kynna að lektorarnir þurfa stuðning til lengri tíma til að finna jafnvægi á milli einstakra þátta starfsins og til að finna takt sinn í starfinu. Formlegt og kerfisbundið utanumhald, handbók fyrir nýráðna lektora og aðgangur að reynslumeiri mentor eru dæmi um leiðir sem þarf að tryggja á öllum fræðasviðum. Heildstæður rammi fyrir þróun í starfi, ‏‏eftir fyrirmynd Victoria háskóla í Nýja Sjálandi, væri verulegur stuðningur til framtíðar.
Period3 Nov 2023
Event titleÞjóðarspegillinn 2023 : Ráðstefna í félagsvísindum
Event typeConference
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational