Hvenær ætti að vísa börnum til talmeinafræðings?

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Til að bera kennsl á börn sem þurfa á talþjálfun að halda á áreiðanlegan hátt er mikilvægt að matsaðilar hafi staðgóða þekkingu á máltöku barna en hafi einnig undir höndum viðmið um dæmigerðan tal- og málþroska. Það að hafa tök á að fylgjast með þroska barns er ekki síður ómetanlegt þegar kemur að tilvísunum. Fyrir þessar sakir ættu leikskólakennarar að vera sérlega vel í stakk búnir til að benda á þau börn sem mögulega gætu þurft talþjálfun. Í leikskólum á Íslandi eru til ýmis matstæki sem aðstoða við tilvísanir, sum tækjanna eru stöðluð en önnur ekki. Í þessu erindi verður farið yfir þau matstæki sem leikskólakennarar nota og fjallað um kosti þeirra og galla. Einnig verður greint frá nýjum skimunarlista, LANIS, sem ætlaður er fyrir foreldra og leikskólakennara að fylla út en hlutverk hans er að skima á áreiðanlegan hátt fyrir framburðar- og málþroskaröskunum. LANIS hefur verið í þróun í nokkur ár og hafa forprófanir gefið vísbendingar um að hann sé réttmætur og áreiðanlegur. Í athugun á næmi og sértæki listans voru stöðluð próf lögð fyrir 50 börn (2;9-3;9 ára) sem talin voru með frávik í tali eða máli auk þess sem foreldrar og leikskólakennarar fylltu út LANIS. Miðlungs há, jákvæð og marktæk fylgni (r=0,65) var milli svara leikskólakennara og útkomu barna á málþroskaprófi. Þó var nokkuð um að leikskólakennarar hafi tiltekið að barn hafi verið með slakan málþroska þegar í raun það var með frávik í framburði. Rætt verður um mikilvægi fræðslu til leikskólakennara þegar kemur að áreiðanlegum tilvísunum.
Period29 Sept 2023
Event titleMenntakvika 2023: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
Conference number2023
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational