Farsæld og tengsl ungmenna við eigið líf, annað fólk, náttúru og æðri mátt

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Niðurstöður rannsókna benda til þess að ungmenni í samtímanum upplifi líf sitt síður merkingarbært en ungmenni gerðu áður, og líf þeirra einkennist af ákveðnu rótleysi sem geti haft áhrif á siðferðisþroska. Í þessu erindi er sjónum beint að því hvaða merkingu ungmenni upplifa í tengslum við eigið líf, annað fólk, náttúru og æðri mátt. Vísbendingar eru um að það að upplifa sterk siðferðistengsl við sjálfa sig, annað fólk, náttúru og umhverfi sitt hafi jákvæð áhrif á líf einstaklinga og hjálpi þeim að takast á við erfiðleika og áskoranir. Núgildandi menntastefna með áherslu á farsæld ungmenna kallar á róttæka greiningu á velferð og líðan ungmenna, ekki síst með hliðsjón af þeim tengslum sem ungt fólk myndar við veruleikann og sjálft sig. Rannsóknin byggir á gögnum úr alþjóðlegu könnuninni Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) og Íslensku æskulýðsrannsókninni sem lögð var fyrir vorið 2022. Þátttakendur voru alls 1288, þar af voru drengir 51,8% og stúlkur 48,2%. Svarendur voru úr 8. bekk (N = 705) og úr 10. bekk (N = 583) grunnskóla. Stuðst er við svokallaðan "Spiritual Health“ mælikvarða sem þróaður hefur verið af alþjóðlegu rannsóknarteymi, og mætti kalla á íslensku Lífsfyllingarkvarðann. Í erindinu er fjallað um réttmæti kvarðans, bæði út frá alþjóðlegu og íslensku samhengi, og gerð grein fyrir styrkleikum hans og veikleikum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þó að meirihluti ungmenna upplifi merkingarbær tengsl þá sé líklegra að jaðarsett ungmenni eigi erfiðara með að mynda slík tengsl. Þá sýna niðurstöður örlítinn kynjamun sem áhugavert er að skoða nánar.
Period29 Sept 2023
Event titleMenntakvika 2023: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
Conference number2023
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational