Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri segir okkur sína sögu í þessum þætti. Hún var mjög ung þegar hún ákvað að verða leikskólakennari og starfar nú við kennslu og rannsóknir í tengslum við leikskólastarfið. Í lok þáttarins segir hún okkur frá spennandi verkefni sem er í bígerð og minnir okkur leikskólakennara á að bera höfuðið hátt og standa með leiknum sem námsleið.