Bauð sjávarútvegsráðherra á Stefnumót 27. mars 2019. Morgunblaðið 200 mílur

Activity: OtherEducational material

Description

Kon­an sem stýr­ir rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Há­skóla Íslands, dr. Ásta Dís Óla­dótt­ir tók af skarið og bauð sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, Kristjáni Þór Júlí­us­syni, á stefnu­mót í gær. Þetta er í annað sinn sem stefnu­mót við sjáv­ar­út­veg­inn er haldið í Viðskipta­fræðideild Há­skóla Íslands.

Til að fyr­ir­byggja mis­skiln­ing voru fleiri en ráðherra boðaðir á stefnu­mótið því stjórn­end­ur fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi mættu einnig og héldu er­indi. All­ir aðilar voru sam­mála um að stefnu­mótið hafi verið sér­stak­lega vel heppnað, en það er hluti af nám­skeiðinu Rekst­ur í sjáv­ar­út­vegi sem Ásta Dís Óla­dótt­ir, lektor við viðskipta­fræðideild HÍ, kenn­ir ásamt fleir­um en Ásta Dís hef­ur um­sjón með nám­skeiðinu.

Hún seg­ir að það hafi verið margt um mann­inn, mjög áhuga­verðar umræður skap­ast í kjöl­far er­inda stjórn­enda og ljóst að nem­end­ur höfðu und­ir­búið sig afar vel, því þau gáfu stjórn­end­un­um ekk­ert eft­ir.

Það var Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands sem setti stefnu­mótið og Kristján Þór Júlí­us­son flutti ávarp þar sem hann lýsti meðal ann­ars ánægju sinni með aukna áherslu og sam­tal há­skól­ans við sjáv­ar­út­veg­inn.

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og Ásta Dís Óla­dótt­ir, lektor við viðskipta­fræðideild HÍ. Ljós­mynd Krist­inn Ingvars­son
Period27 Mar 2019