Description
Konan sem stýrir rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í Háskóla Íslands, dr. Ásta Dís Óladóttir tók af skarið og bauð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, á stefnumót í gær. Þetta er í annað sinn sem stefnumót við sjávarútveginn er haldið í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Til að fyrirbyggja misskilning voru fleiri en ráðherra boðaðir á stefnumótið því stjórnendur fyrirtækja í sjávarútvegi mættu einnig og héldu erindi. Allir aðilar voru sammála um að stefnumótið hafi verið sérstaklega vel heppnað, en það er hluti af námskeiðinu Rekstur í sjávarútvegi sem Ásta Dís Óladóttir, lektor við viðskiptafræðideild HÍ, kennir ásamt fleirum en Ásta Dís hefur umsjón með námskeiðinu.
Hún segir að það hafi verið margt um manninn, mjög áhugaverðar umræður skapast í kjölfar erinda stjórnenda og ljóst að nemendur höfðu undirbúið sig afar vel, því þau gáfu stjórnendunum ekkert eftir.
Það var Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands sem setti stefnumótið og Kristján Þór Júlíusson flutti ávarp þar sem hann lýsti meðal annars ánægju sinni með aukna áherslu og samtal háskólans við sjávarútveginn.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Ásta Dís Óladóttir, lektor við viðskiptafræðideild HÍ. Ljósmynd Kristinn Ingvarsson
Period | 27 Mar 2019 |
---|