Þátttakendur á námskeiðum Menntafléttunnar

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Menntafléttan er starfsþróunarverkefni á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambands Íslands sem fór formlega af stað haustið 2021. Í tengslum við hana eru boðin fjölmörg námskeið fyrir kennara allra skólastiga og starfsfólk frístundamiðstöðva um allt land. Í öllum námskeiðunum er lögð áhersla á mótun námssamfélags í skólum. Frá byrjun árs 2021 og til vors 2022 voru 20 námskeið í boði. Námskeiðin eru metin með heildstæðum hætti til að meta áhrif á þekkingu og starfshætti þátttakenda. Í þessum fyrirlestri er fjallað um forsendur og aðferðir við mat á verkefninu í heild sinni og kynntar niðurstöður úr mati á þessum fyrstu námskeiðum. Sjónum er einkum beint að því hverjir tóku þátt og hvernig þátttakendur mátu áhrif á starfshætti sína. Gagna var aflað með spurningalistum sem þátttakendur svöruðu við upphaf og lok námskeiðs. Samtals skráðu um 1042 manns sig á námskeið. Þátttakendur komu úr leik-, grunn- og framhaldsskólum og dreifðust nokkuð jaft um landið. Tæplega þriðjungur þátttakenda voru kennarar sem höfðu starfað sem slíkir skemur en fimm ár. Flestir þeirra sem svöruðu lokamati voru ánægðir með þátttöku sína í námskeiðinu en voru sammála um að erfiðlega hafi gengið að mynda námssamfélag með samstarfsfólki. Niðurstöður verða nýttar til að þróa Menntafléttunámskeiðin enn frekar.
Period6 Oct 2022
Event titleMenntakvika 2022: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational