,,Öldruð hjón: Umhverfi, félagstengsl og heilsufar"

    Activity: Talk or presentationOral presentation

    Description

    Verkefnið snýr að því að þróa þverfaglega þjónustu við eldri hjón þegar annað þeirra glímir við vitræna skerðingu og þarf á langtíma umönnunar- þjónustu að halda. Norræna velferðarkerfið gerir í flestum löndum ekki ráð fyrir hjónum í þjónustu nema sérstaklega sé um það samið. Hjón sem kjósa t.d. að geta áfram búið saman þó annað þeirra þurfi í raun bara á þjónustu að halda eiga ekki lagalegan rétt á því skv. íslenskum lögum. Það má því segja að hjónabandsloforðið sé: "Saman í blíðu og stríðu þar til hjúkrunarheimili skilur okkur að". Aðstandendur upplifa sig því oft eina og gleymda, þeir eru ekki hafðir með í ráðum, raddir þeirra heyrast ekki og þörfum þeirra er ekki mætt.
    Period1 Oct 2022
    Event titleVísindavaka Rannís
    Event typeConference