Description
Í erindinu verður fjallað um starfsþróunarverkefnið Menntafléttu – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi, með áherslu á námssamfélög á þrenns konar vettvangi; Námssamfélag í teyminu sem stýrir verkefninu, námssamfélag sem myndast á námskeiðunum sjálfum og loks námssamfélag í skólum þátttakenda. Nýtt verða gögn úr námsígrundunum, sólarsögum og lokamati þátttakenda í Menntafléttunni, sjálfsrýni og gögn verkefnastjórateymis og ígrundun kennara úr Menntafléttusamfélaginu. Stuðst verður við þemagreiningu við greiningu gagnanna. Niðurstöður benda til þess að svipað hátt hlutfall þátttakenda á námskeiðum Menntafléttunnar gekk vel eða mjög vel annars vegar og illa eða mjög illa hins vegar, að mynda námssamfélög á vettvangi um viðfangsefni námskeiðanna. Niðurstöður benda einnig til þess að þátttaka í framkvæmd verkefnisins, hvort sem er í hópi verkefnastjóra eða kennara námskeiðanna, hefur haft jákvæð áhrif á hæfni þeirra í að þróa skólastarf. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á þau skilyrði sem verða að vera til staðar í skólum til að námssamfélög kennara nái fótfestu. Rannsókninni er einnig ætlað að greina þau áhrif sem þátttaka í skipulagi og framkvæmd Menntafléttunnar hefur á hlutaðeigendur. Menntafléttan – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi er viðamesta og fjárfrekasta starfsþróunarverkefni stjórnvalda hin síðari ár og því er mikilvægt að draga lærdóm af framkvæmdinni og þeim áhrifum sem námskeið Menntafléttunnar hafa á þróun náms og kennslu.Period | 6 Oct 2022 |
---|---|
Event title | Menntakvika 2022: Ráðstefna í menntavísindum |
Event type | Conference |
Location | Reykjavík, IcelandShow on map |
Degree of Recognition | National |